Sportpunktar

 

Hvað eru Sportpunktar?

 

Þegar þú verslar í einni af vefverslun okkar færð þú 10% aukaafslátt í formi Sportpunkta sem þú getur notað til að greiða við næstu kaup í einhverri af vefverslunum okkar.
 
Einn Sportpunktur jafngildir einni íslenskri krónu. 1:1
 
Sértilboð, boð í forútsölur og viðburði á vegum þessara vefverslana fylgir þvi að vera skráður í áskrift af fréttabréfi okkar. Þú getur breytt áskriftinni þinni á þínum síðum.
 

 

Dæmi um notkun Sportpunkta:

 • Þú verslar fyrir kr.10.000.
 • Þegar þú færð vörurnar sendar eða afhentar fara 1000 punktar sjálfkrafa inn á aðganginn þinn.
 • Næst ertu að versla vörur inn á einhverjum af vefverslunum okkar og þar er upphæðin til greiðslu kr.5990.-
 • þú velur að nota 1000 Sportpunkta og þarft þá aðeins að greiða kr.4990 þegar þú klárar kaupin.
 • Athugaðu að þú þarft að vera innskráður á sama notanda og fyrri kaupin voru keypt á.

 

Skilmálar Sportpunkta

 • Sportpunktar eru ekki framseljanlegir og eru bundnir við þann einstakling eða netfang sem er skráð notandi á vefjum adidas.is, reebok.is og gáp.is (hér eftir nefnt „Vefverslanir“)
 • Punktar reiknast sem prósentuhlutfall af greiddri upphæð í Vefverslunum
 • Ef vöru er skilað gegn endurgreiðslu þá leiðréttast punktastaða til samræmis við upphæð.
 • Ekki er hægt að semja um punkta eða að leysa þá út fyrir peninga.
 • Ekki er hægt að nýta Sportpunktainneign eftirá – það þarf að klárast strax í kaupferli eða við næstu kaup á eftir.
 • Vefverslanir áskilja sér rétt til að veita ekki Sportpunkta með sumum tilboðum eða vörum.
 • Vefverslanir áskilja sér rétt til að takmarka notkun við ákveðið hlutfall af greiðslu eða virði vörunnar sem greiða á með Sportpunktum.  
 • Hægt er að sjá Sportpunktastöðu ef notandi er innskráður inn á öllum vefjum Vefverslana
 • Tilraun til misnotkunar á Sportpunktakerfi leiðir til fyrningar Sportpunkta.
 • Uppsafnaðir Sportpunktar fyrnast á 3 árum frá því þeir verða til sem inneign á Vefverslunum.
 • Vefverslanir áskilja sér rétt til þess að leggja niður Sportpunktakerfið eða breyta því hvenær sem er, með því eða án þess að tilkynna slíkt sérstaklega.  Í þessu felst réttur Vefverslana til að breyta reglum, punktakerfi og skilmálum.  Verði Sportpunktakerfi Vefverslana lagt niður er Vefverslunum heimilt að fella niður alla áunna Sportpunkta. Vefverslanir munu leitast við að tilkynna notendum með góðum fyrirvara ef ákvörðun um slíkt verður tekinn.